Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. október 2020 20:00
Victor Pálsson
Lloris: Pogba er leiðtogi
Mynd: Getty Images
Hugo Lloris, leikmaður franska landsliðsins. hrósaði Paul Pogba eftir landsleik Frakklands og Portúgals í Þjóðadeildinni í gær.

Pogba hefur ekki spilað fyrir landsliðið í tæpt ár vegna meiðsla en hann hefur náð sér og hefur komið við sögu hjá Manchester United á tímabilinu.

Þrátt fyrir að hafa ekki staðist allar væntingar á Old Trafford þá er Pogba gríðarlega mikilvægur fyrir landslið sitt.

Lloris segir að það hafi verið gott að fá Pogba aftur í gær í leik sem endaði með markalausu jafntefli.

„Hann lét mikið fyrir sér fara, hann vildi alltaf fá boltann. Hann lét heyra í sér," sagði Lloris eftir leikinn.

„Hann er leiðtogi og við fundum fyrir því. Eftir árs fjarveru þá fundum við fyrir hans viðveru."

Athugasemdir
banner
banner