Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 12. október 2020 12:37
Elvar Geir Magnússon
Marcus yfirgefur ÍA - Opinn fyrir því að spila áfram á Íslandi
Marcus Johansson.
Marcus Johansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA mun ekki gera nýjan samning við sænska varnarmanninn Marcus Johansson og því ljóst að hann verður ekki í gula búningnum á næsta tímabili.

Marcus er 27 ára og hefur spilað með ÍA síðustu tvö tímabil.

„Ég hef átt frábæran tíma hér á Íslandi og kann vel við mig á landinu. Fólkið hérna hefur verið frábært og stuðningsmenn ÍA þeir bestu sem ég hef spilað fyrir," segir Marcus.

„Ég er þakklátur ÍA því það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum liðsfélögum og hafa Jóa sem þjálfara."

Miðvörðurinn veit ekki hvert næsta skref verður en er opinn fyrir því að spila áfram í íslenska boltanum.

„Það hafa nokkur félög sýnt mér áhuga en ég ætla að sjá hvað kemur upp á borðið og taka ákvörðun í kjölfarið," segir Marcus.
Athugasemdir
banner