Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 12. október 2020 19:06
Victor Pálsson
Patrick Roberts aftur til Middlesbrough (Staðfest)
Vængmaðurinn Patrick Roberts hefur skrifað undir samning við Middlesbrough í næst efstu deild Englands.

Þetta var staðfest í dag en Roberts skrifar undir lánssamning sem gildir út tímabilið. Hann lék með liðinu á láni á síðasta tímabili og skoraði þá eitt mark í sjö leikjum.

Um er að ræða 23 ára gamlan kantmann sem hefur verið samningsbundinn Manchester City síðan 2015.

Tækifærin hafa ekki verið mörg á Etihad en Roberts á aðeins að baki einn deildarleik fyrir enska stórliðið.

Eftir að hafa komið frá Fulham árið 2015 þá hefur Roberts einnig leikið með Celtic, Girona og Norwich á láni.

Athugasemdir