Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 12. október 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Giggs eigi núna meiri möguleika á að taka við Man Utd
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuþjálfarinn Mark Hughes segir að Ryan Giggs sé í dag líklegri til að taka við Manchester United en hann var fyrir fjórum árum síðan þegar Louis van Gaal var rekinn frá félaginu.

Giggs var aðstoðarmaður Van Gaal en hann yfirgaf félagið þegar Hollendingurinn var rekinn og Jose Mourinho tók við.

Giggs, sem lék allan sinn leikmannaferil með Man Utd, er í dag landsliðsþjálfari Wales. Þar er hann búinn að gera fína hluti, en Wales verður á meðal þáttökuþjóða á EM á næsta ári.

Mark Hughes, sem er einnig fyrrum leikmaður Man Utd, sagði í samtali við BBC: „Ég tel að Ryan sé á góðum stað á þjálfaraferli sínum. Hann er líklegri núna til að fá tækifæri með Man Utd en þegar Van Gaal fór frá félaginu."

„Ef hann gerir vel með Wales á Evrópumótinu, þá er engin ástæða fyrir því að hann ætti ekki að vera í umræðunni um starfið hjá Man Utd þegar það losnar."

Ole Gunnar Solskjær er í dag stjóri Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner