mán 12. október 2020 11:39
Elvar Geir Magnússon
Vertonghen ekki með gegn Íslandi - Hvað með De Bruyne?
Icelandair
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen, fyrrum varnarmaður Tottenham, verður ekki með belgíska landsliðinu gegn því íslenska í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn.

Vertonghen, sem í dag spilar fyrir Benfica, er með brákað kinnbein og hefur æft með grímu en talið er að of mikil áhætta sé tekin með því að láta hann spila. Hann lék ekki í gær þegar Belgar töpuðu 2-1 fyrir Englandi á Wembley.

Kevin De Bruyne, skærasta stjarna Belgíu, var tekinn af velli í leiknum og talað um að hann verði hvíldur gegn Íslandi. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á Wembley. Mikið álag er á fótboltamönnum heimsins og mikilvægir leikir framundan hjá De Bruyne með Manchester City.

Einnig er talað um að Dries Mertens verði ekki með Belgum í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner