Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 12. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham var í viku á æfingasvæði Juventus
Bellingham er enskur landsliðsmaður.
Bellingham er enskur landsliðsmaður.
Mynd: EPA
Jude Bellingham er einn mest spennandi leikmaður í heimi í fótboltanum í dag.

Þessi 17 ára gamli strákur ólst upp hjá Birmingham en gekk í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Borussia Dortmund á síðasta ári. Hann var fljótur að aðlagast og er að spila nokkuð stórt hlutverk í liðinu í dag.

Þessi miðjumaður á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Dortmund mun væntanlega selja hann mjög dýrt á næstu árum.

Áður en hann fór til Dortmund, þá var hann eftirsóttur. Hann heimsótti æfingasvæði Manchester United og voru fleiri félög sem sýndu áhuga. Þar á meðal var ítalska stórveldið Juventus.

Fabio Paratici, sem er núna yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, segir að Bellingham hafi verið mjög nálægt því að fara til Juventus. Paratici var áður fyrr í svipuðu hlutverki hjá Juve.

„Jude Bellingham var einu skrefi frá Juventus. Það er satt að Bellingham hafi verið á æfingasvæði Juventus í viku áður en hann valdi að fara til Þýskalands," sagði Paratici sem reyndi einnig að fá norska sóknarmanninn Erling Braut Haaland en það gekk ekki heldur eftir.

Bellingham og Haaland hafa tekið hárrétt skref á sínum ferli til þessa. Þeir hafa spilað mikið hjá Dortmund og koma til með að fara langt.
Athugasemdir
banner
banner