Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 12. október 2021 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Ný sjálfvirk rangstöðutækni líklega kynnt á HM í Katar
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er yfir þróunarmálum hjá FIFA
Arsene Wenger er yfir þróunarmálum hjá FIFA
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, yfirmaður þróunarmála hjá FIFA, segir það góðan möguleika á að ný rangstöðutækni verði kynnt á HM sem fer fram í Katar á næsta ári.

Dómarar hafa notast við VAR undanfarin ár og það við vægast sagt slæmar undirtektir.

Þeir hafa tekið sér of langan tíma í að úrskurða það um hvort leikmenn hafi verið rangstæðir eða ekki og þá er ekkert samræmi í ákvörðunum.

Wenger gaf til kynna í viðtali að ný rangstöðutækni sé á leiðinni og þá þurfi ekki að notast við VAR en hún verður að öllum líkindum kynnt á HM í Katar. Tæknin verður sjálfvirk, líkt og marklínutæknin.

„Við verðum að halda áfram að vinna í að taka ákvarðanir á skjótan hátt og sérstaklega þegar það kemur að rangstöðum. Á HM í Katar munum við geta tekið þær ákvarðanir mun hraðar," sagði Wenger við blaðamenn.

„Það mun kom í veg fyrir tafir í leikjum því það er jú einn af göllum VAR. Það er þungu fargi af okkur létt með þessari tækni en maður verður auðvitað að vita hvort þú viljir sanngjarnar ákvarðanir eða ekki."

„Það eru góðar líkur á því að tæknin mun greina það sjálfvirkt á HM í Katar. Ég er bundinn þagnarskyldu en þetta er næsta stóra þróunin í dómgæslu.

„Það eru samt enn hlutir sem þarf að fullkomna. VAR er nýtt ferli og það er ekki á sama stigi á dómararnir. Það mun hins vegar lagast á næstu árum."

„Ég held að þetta sé jákvætt og ef þetta væri kynnt á morgun þá væri fólk örugglega gegn þessu. Við höfum áttað okkur á því að í mikilvægum leikjum þá hefur VAR komið í veg fyrir slæmar ákvarðanir."

„Þetta er hins vegar vandamál því það þarf mikinn mannskap í þetta og þetta er dýrt. VAR er nothæft og það verður að vera áfram til að taka sanngjarnar ákvarðanir. Áður voru 93 prósent af ákvörðunum sanngjarnar og í dag er sú tala í 97 prósentum. Það eru fleiri hundruðir ákvarðana, sem er mikilvægt,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner