Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   lau 12. október 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Reijnders hafnaði Barcelona: Vildi ekki vera varamaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski miðjumaðurinn Tijjani Reijnders hefur verið að gera frábæra hluti frá komu sinni til AC Milan í fyrrasumar.

Reijnders er 26 ára gamall og er strax orðinn mikilvægur partur af sterkri miðju Milan.

Milan borgaði um 20 milljónir evra til að kaupa Reijnders í fyrra en FC Barcelona reyndi einnig að kaupa hann.

„Deco (yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona) ræddi við mig. Hann sagði að þeir væru að leita eftir arftaka fyrir Sergio Busquets á miðjunni," segir Martin Reijnders, faðir Tijjani og fyrrum leikmaður í neðri deildunum í Hollandi.

„Ég sagði við son minn að hann er ekki þessi týpa af leikmanni og að hann myndi sitja á bekknum hjá Barcelona. Hann fór í staðinn til Milan og er ómissandi hluti af byrjunarliðinu þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner