Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Kristófer Ingi: Ég kom til að spila alla leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi Kristinsson gekk í raðir Grenoble í frönsku B-deildinni í sumar og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum, nýbúinn að ná sér eftir meiðsli.

Kristófer Ingi fór á frjálsri sölu eftir eitt ár hjá Willem II í Hollandi. Kristófer missti byrjunarliðssæti sitt þar þegar hann neitaði að skrifa undir nýjan samning.

Kristófer, sem er gífurlega mikið efni, kom við sögu í markalausu jafntefli gegn Le Mans um helgina.

„Fótbolti er fyrsta íþróttin sem ég æfði. Ég byrjaði fjögurra ára gamall, ég held ég hafi verið nýbyrjaður að labba þegar ég sparkaði fyrst í bolta. Það er rík fótboltahefð í fjölskyldunni, pabbi spilaði í efstu deild á Íslandi og bróðir minn spilar líka," sagði Kristófer í viðtali eftir leikinn.

„Ég er ungur og fyrir mig er mikilvægast að spila og halda áfram að þróa leik minn. Þetta er félag sem sýndi mér mikinn áhuga og ég hlakka til. Ég kom til að spila alla leiki, ég vil ekki sitja á bekknum."

Kristófer er 20 ára gamall og skoraði 1 mark í 13 deildarleikjum hjá Willem II. Hann gerði 5 mörk í 3 leikjum fyrir varaliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner