Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Neville sammála í Sterling málinu - Ferdinand ósammála
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Mikil umræða er um Raheem Sterling í enskum fjölmiðlum í dag en hann verður ekki með í leiknum gegn Svartfjallalandi á fimmtudag eftir að hann réðst á Joe Gomez í mötuneyti landsliðsins í gær.

Sjá einnig:
Sterling pirraðist þegar Gomez hló - Tók hann hálstaki

Gary Neville og Rio Ferdinand, fyrrum varnarmenn Manchester United, eru á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið. Neville er sammála ákvörðun Southgate en Ferdinand er ósammála. Hér má sjá hluta af því sem þeir sögðu um málið.

Gary Neville:
„Mér finnst þetta vera rétt ákvörðun án þess að vita nákvæmlega hvað gekk á. Það er ekkert verra en að sópa málinu undir teppið. Leikmennirnir fara þá inn á herbergi, sem þeir deila, og tala um að þjálfarinn sé veikur og að hann hafi ekki þorað að taka stóra ákvörðn því að hann er stór leikmaður."

„Þess vegna finnst mér þetta vera rétt ákvörðun. Ef að atvik átti sér stað fyrir framan allan hópinn og það er ekki hægt að höndla það innanbúðar þá verður þjálfarinn að bregðast við."


Rio Ferdinand
„Gareth (Southgate) hefur staðið sig stórkostlega sem landsliðsþjálfari - Hingað til. Framkoma hans hefur verið aðdáunarverð. Hann hefur hjálpað þjóðinni að fá sjálfstraust og virðingu þegar kemur að landsliðinu. Hins vegar tel ég að það hefði mátt meðhöndla þetta atvik betur."

„Í þeim leikmannahópum sem ég hef verið í hef ég séð leikmenn kýlda í andlitið, brotin rifbein, nefbrot og ég hef séð menn fá spörk í höfuðið eins og í fótbolta....þá var hálstak ígildi þess sem handaband er í dag! Aðalspurningin er: Af hverju var ekki hægt að meðhöndla þetta mál innanbúðar?"

„Gareth hefur pottþétt séð margt verra en þetta sem leikmaður og stjóri. Ég tel að hann hefði getað höndlað þetta betur til að styðja leikmanninn í stað þess að setja hann í erfiða sötðu."

Athugasemdir
banner
banner
banner