fim 12. nóvember 2020 11:54
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið U21: Jón Dagur kemur inn
Jón Dagur Þorsteinsson byrjar.
Jón Dagur Þorsteinsson byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson byrjar.
Ísak Bergmann Jóhannesson byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið Íslands mætir Ítalíu í mikilvægum leik í undankeppni EM á Víkingsvelli klukkan 13:15 í dag.

Ísak Óli Ólafsson og Stefán Teitur Þórðarson eru báðir fjarri góðu gamni og frá því í síðasta heimaleik gegn Svíum dettur Valdimar Þór Ingimundarson einnig úr byrjunarliðinu.

Jón Dagur Þorsteinsson kemur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið í A-landsliðinu undanfarið en hann spilaði síðast með U21 gegn Ítalíu fyrir ári síðan.

Andri Fannar Baldursson, miðjumaður Bologna, byrjar einnig en hann spilaði sinn fyrsta leik með U21 liðinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði.

Róbert Orri Þorkelsson og Ari Leifsson byrja saman í hjarta varnarinnar.

Varamenn
Elías Rafn Ólafsson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Axel Óskar Andrésson
Jónatan Ingi Jónsson
Brynjólfur Andersen Willumsson
Valdimar Þór Ingimundarson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Þórir Jóhann Helgason
Kolbeinn Þórðarson

Ísland er í 4. sæti riðilsins, einungis stigi á eftir Ítalíu sem er á toppnum. Þessi lið berjast ásamt Svíþjóð og Írlandi um sæti á EM á næsta ári.

Efsta liðið fer beint á EM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Ísland mætir Írlandi á sunnudaginn eftir leikinn í kvöld.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner