Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 12. nóvember 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Guðjón íhugaði að hætta: „Kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR"
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Um leið og ég spjallaði við Rúnar Kristins gekk þetta hratt og vel fyrir sig," sagði framherjinn Guðjón Baldvinsson við Fótbolta.net í dag en hann gekk í gær til liðs við KR á nýjan leik.

Hinn 34 ára gamli Guðjón yfirgaf uppeldisfélag sitt Stjörnuna í síðustu viku.

„Þetta eru allt vinir mínir og það var gert í góðu. Það var mikilvægt að það yrði gert í góðu. Ég bý í Garðabæ og sonur minn æfir þarna svo ég er daglegur gestur á Stjörnusvæðinu. Það var vel staðið að þessu öllu og við skildum sáttir," sagði Guðjón.

„Mér fannst ég ekki hafa sýnt mitt rétta andlit undanfarin ár og eiga meira inni. Þá er oft gott að hrista upp í hlutunm og prófa eitthvað nýtt, breyta um umhverfi og sjá hverju það skilar."

Guðjón segist hafa íhugað að leggja skóna á hilluna en á endanum ákvað hann að taka slaginn með KR.

„Það hvarflaði að mér í sumar. Þetta var þungt og leiðinleg tímabil. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli og ekki náð að sýna mitt rétta andlit. Það kom til greina að hætta á ákveðnum tímapunkti en það kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR."

„Ég hef unnið með Bjarna (Guðjónssyni) og Rúnari áður en ég fór út. Það rifjaði upp gamlar góðar minningar. Það er frábært að vinna með þeim. Það er alltaf gaman og gott að vera í KR. Það kom eitthvað yfir mig sem kveikti í þessum neista sem var aðeins að slökkna."


Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner