Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   fim 12. nóvember 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Guðjón íhugaði að hætta: „Kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR"
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Um leið og ég spjallaði við Rúnar Kristins gekk þetta hratt og vel fyrir sig," sagði framherjinn Guðjón Baldvinsson við Fótbolta.net í dag en hann gekk í gær til liðs við KR á nýjan leik.

Hinn 34 ára gamli Guðjón yfirgaf uppeldisfélag sitt Stjörnuna í síðustu viku.

„Þetta eru allt vinir mínir og það var gert í góðu. Það var mikilvægt að það yrði gert í góðu. Ég bý í Garðabæ og sonur minn æfir þarna svo ég er daglegur gestur á Stjörnusvæðinu. Það var vel staðið að þessu öllu og við skildum sáttir," sagði Guðjón.

„Mér fannst ég ekki hafa sýnt mitt rétta andlit undanfarin ár og eiga meira inni. Þá er oft gott að hrista upp í hlutunm og prófa eitthvað nýtt, breyta um umhverfi og sjá hverju það skilar."

Guðjón segist hafa íhugað að leggja skóna á hilluna en á endanum ákvað hann að taka slaginn með KR.

„Það hvarflaði að mér í sumar. Þetta var þungt og leiðinleg tímabil. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli og ekki náð að sýna mitt rétta andlit. Það kom til greina að hætta á ákveðnum tímapunkti en það kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR."

„Ég hef unnið með Bjarna (Guðjónssyni) og Rúnari áður en ég fór út. Það rifjaði upp gamlar góðar minningar. Það er frábært að vinna með þeim. Það er alltaf gaman og gott að vera í KR. Það kom eitthvað yfir mig sem kveikti í þessum neista sem var aðeins að slökkna."


Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner