Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 12. nóvember 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Guðjón íhugaði að hætta: „Kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR"
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Um leið og ég spjallaði við Rúnar Kristins gekk þetta hratt og vel fyrir sig," sagði framherjinn Guðjón Baldvinsson við Fótbolta.net í dag en hann gekk í gær til liðs við KR á nýjan leik.

Hinn 34 ára gamli Guðjón yfirgaf uppeldisfélag sitt Stjörnuna í síðustu viku.

„Þetta eru allt vinir mínir og það var gert í góðu. Það var mikilvægt að það yrði gert í góðu. Ég bý í Garðabæ og sonur minn æfir þarna svo ég er daglegur gestur á Stjörnusvæðinu. Það var vel staðið að þessu öllu og við skildum sáttir," sagði Guðjón.

„Mér fannst ég ekki hafa sýnt mitt rétta andlit undanfarin ár og eiga meira inni. Þá er oft gott að hrista upp í hlutunm og prófa eitthvað nýtt, breyta um umhverfi og sjá hverju það skilar."

Guðjón segist hafa íhugað að leggja skóna á hilluna en á endanum ákvað hann að taka slaginn með KR.

„Það hvarflaði að mér í sumar. Þetta var þungt og leiðinleg tímabil. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli og ekki náð að sýna mitt rétta andlit. Það kom til greina að hætta á ákveðnum tímapunkti en það kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR."

„Ég hef unnið með Bjarna (Guðjónssyni) og Rúnari áður en ég fór út. Það rifjaði upp gamlar góðar minningar. Það er frábært að vinna með þeim. Það er alltaf gaman og gott að vera í KR. Það kom eitthvað yfir mig sem kveikti í þessum neista sem var aðeins að slökkna."


Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner