Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. nóvember 2020 15:37
Örvar Arnarsson
Jón Dagur: Ekkert annað í boði en að taka þrjú stig gegn Írum
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi," segir Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir naumt tap gegn Ítalíu í undankeppni EM.

Jón Dagur ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn en hann var sýndur í beinni útsendingu á stöðinni.

„Við héldum skipulaginu vel og náðum að jafna leikinn en þeir skora í lokin eftir að boltinn fór í einhvern og inn. Þetta var mjög svekkjandi. Eftir að við höfðum haldið skipulaginu í einhverjar 88 mínútur kemur þetta mark."

Ísland mætir Írlandi á sunnudaginn og með sigri þar er ennþá möguleika á að ná 2. sæti og sæti í umspili ef Ítalía vinnur Svíþjóð.

„Við svekkjum okkur í kvöld og einbeitum okkur svo að Íraleiknum. Það er eitt tækifæri enn og við mætum gíraðir í þann leik og náum einhverju úr honum. Við ætlum að ná í þrjú stig, það er ekkert annað í boði."

„Við getum verið stoltir af okkar frammistöðu í dag, við héldum skipulaginu allan tímann og fengum einhver tækifæri. Við hefðum viljað fá fleiri tækifæri sóknarlega en það voru erfiðar aðstæður í dag. Það sýnir bara hversu langt við erum komnir sem lið að við erum drullusvekktir að tapa fyrir Ítölum," segir Jón Dagur við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner