
Ísland verður því miður ekki á meðal þáttökuþjóða á Evrópumótinu næsta sumar.
Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Ísland tók forystuna á 11. mínútu og leiddi alveg fram á 88. mínútu. Þá jöfnuðu Ungverjar og þeir skoruðu svo sigurmark í uppbótartíma.
Ungverjaland fer því á EM og verður í dauðariðlinum með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi.
KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, sendi Ungverjum hamingjuóskir á Twitter eftir leik kvöldsins.
„Til hamingju með Ungverjaland með sigurinn, og gangi ykkur vel á Evrópumótinu," sagði í færslu KSÍ sem má sjá hér að neðan.
Congratulations to Hungary on the win, and best of luck at the @EURO2020 ! 👏👏👏 https://t.co/U1vI2PqnuR
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 12, 2020
Athugasemdir