Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 12. nóvember 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Alfons með innlegg í umræðuna - „Ég er varnarbakvörður"
Icelandair
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur spilað glimrandi vel með Bodö/Glimt í Noregi
Hann hefur spilað glimrandi vel með Bodö/Glimt í Noregi
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted sendi frá sér væna pillu eftir alla umræðuna sem hefur átt sér stað um hann síðustu daga, eftir markalausa jafnteflið gegn Rúmeníu í gær.

Umræðan hefur að mestu leyti snúist að því að Alfons sé aðallega sóknarbakvörður og sé ekki jafn öflugur þegar hann er að verjast en umræðan hefur bæði komið fram í hlaðvarpsþætti Dr. Football og í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Varnarleikur hans gegn Rúmenum í gær var til fyrirmyndar og tókst liðinu að halda hreinu á erfiðum útivelli. Eftir leik mætti hann í viðtal til RÚV og tók þar sérstaklega fram að hann væri varnarbakvörður.

„Já, frábært að halda núllinu. Sem varnarmaður er þetta frábært. Ég er varnarbakvörður og skila því en geggjað að halda núllinu. Hefði verið æðislegt að setja eitt í andlitið á þeim en jafntefli er sanngjarnt," sagði Alfons.

Hvað hefur verið sagt í umræðunni?

Í útvarpsþætti Fótbolta.net um síðustu helgi þá stillti Magnús Már Einarsson, fyrrum ritstjóri vefsins, upp byrjunarliði gegn Rúmeníu og var Alfons í bakverðinum. Tómas Þór Þórðarson, stjórnandi þáttarins, lét svo nokkur orð falla um það sem hefur verið rætt bæði hér á landi og í Noregi.

„Ég fylgdist aðeins með Roma og Bodö/Glimt. Ég sá á Twitter um daginn þessa umræðu að Alfons væri veiki hlekkurinn í liðinu [Bodö/Glimt]. Svo var Keli [Hrafnkell Freyr Ágústsson] að tala í Dr. Football um að það væri verið að meina varnarhluta leiks Alfonsar af því Bodö sækir mikið og er rosa mikið með boltann," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég skil þessa umræðu, eftir að hafa horft aðeins á leikinn gegn Roma, hann er sóknarbakvörður. Hann er engin hetja að verjast og við sem íslenska landslið, er ekki að segja að ég vilji ekki fá hann í liðið - ég vil það að sjálfsögðu og ef það er hægt að gera hann að svona ævintýralega góðum sóknarmanni þá hlýtur að vera hægt að gera hann að jafn ævintýralega góðum landsliðsvarnarmanni. Alveg eins og við gerðum með Jóhann Berg á sínum tíma."

„Það voru tvær, þrjár fyrirgjafir þar sem ég sá að hann lagði ekki 110% í að koma sér fyrir krossinn. Á hinum vallarhelmingnum er hann algjört skrímsli en til baka er hann ekki alveg sama skrímslið. Ég fattaði þar hvað norski miðillinn (VG) var að tala um. Að því sögðu þá er hann að sjálfsögðu næstur inn,"
sagði Tómas um málið.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, var spurður á blaðamannafundi fyrir leikinn hvort hann horfi á Alfons sem sóknarbakvörð, en hann kvaðst ekki gera það.

„Nei, alls ekki. Ég horfi alls ekki á Alfons sem einhvern sóknarbakvörð. Allir þeir leikir sem Alfons spilaði hjá mér í U21 landsliðinu og þeir sem hann hefur spilað í A-landsliðinu - þar hefur Alfons alltaf verið mjög góður varnarlega. Hann er á frábærum stað hjá Bodö/Glimt."

„Ef við tökum sem dæmi leikinn sem hann spilaði gegn Val hér heima með Bodö, þá var hans hlutverk í þeim leik alls ekki að sækja mjög mikið. Hann getur sinnt báðum hlutverkum mjög vel og framtíðin er björt með Alfons og Birki. Þó að framtíðin hjá Birki sé kannski aðeins styttri en hjá Alfons,"
sagði Arnar um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner