Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 09. nóvember 2021 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hlýtur að vera hægt að gera hann að jafn ævintýralega góðum landsliðsvarnarmanni"
Icelandair
Fagnað í fyrri leiknum gegn Roma
Fagnað í fyrri leiknum gegn Roma
Mynd: EPA
Í leiknum gegn Liechtenstein
Í leiknum gegn Liechtenstein
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted er fastamaður hjá norsku meisturunum í Bodö/Glimt. Bodö hefur gert flotta hluti í síðustu leikjum í Sambandsdeildinni, bæði unnið og gert jafntefli gegn Roma sem er stýrt af Jose Mourinho.

Sjá einnig:
Valtaði yfir átrúnaðargoð sitt - „Alvöru íslensk stoðsending"

Í útvarpsþættinum Fótbolta.net í síðustu viku stillti Magnús Már Einarsson upp byrjunarliði Íslands fyrir Arnar Þór Viðarsson í leiknum gegn Rúmeníu núna á fimmtudag. Maggi stillti upp Alfons í hægri bakverði.

„Eins mikið og ég vil að Birkir Már bæti við landsleikjum þá er ekki hægt að horfa framhjá Alfons núna eftir þessa frammistöðu á móti Roma," sagði Maggi.

„Ég fylgdist aðeins með Roma og Bodö/Glimt. Ég sá á Twitter um daginn þessa umræðu að Alfons væri veiki hlekkurinn í liðinu [Bodö/Glimt]. Svo var Keli [Hrafnkell Freyr Ágústsson] að tala í Dr. Football um að það væri verið að meina varnarhluta leiks Alfonsar af því Bodö sækir mikið og er rosa mikið með boltann," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég skil þessa umræðu, eftir að hafa horft aðeins á leikinn gegn Roma, hann er sóknarbakvörður. Hann er engin hetja að verjast og við sem íslenska landslið, er ekki að segja að ég vilji ekki fá hann í liðið - ég vil það að sjálfsögðu og ef það er hægt að gera hann að svona ævintýralega góðum sóknarmanni þá hlýtur að vera hægt að gera hann að jafn ævintýralega góðum landsliðsvarnarmanni. Alveg eins og við gerðum með Jóhann Berg á sínum tíma."

„Það voru tvær, þrjár fyrirgjafir þar sem ég sá að hann lagði ekki 110% í að koma sér fyrir krossinn. Á hinum vallarhelmingnum er hann algjört skrímsli en til baka er hann ekki alveg sama skrímslið. Ég fattaði þar hvað norski miðillinn (VG) var að tala um. Að því sögðu þá er hann að sjálfsögðu næstur inn."
sagði Tómas.

„Alfons var með eina stoðsendingu gegn Jose Mourinho sem er orðinn alveg bilaður," sagði Elvar og var aðeins rætt um Mourinho í kjölfarið.

„Alfons er framtíðarmaður og ef við horfum á næstu keppni og annað. Þá eru þetta leikir sem væri gott fyrir hann að spila," sagði Maggi.

„Hann á margt eftir ólært í varnarleiknum, sem er bara Kjetil Knudsen að kenna því hann lætur hann bara spila sóknarleik," sagði Tómas.
Fótboltafréttir vikunnar - Landsliðsval og leikmannaskipti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner