Sven Ulrich markvörður Bayern Munchen hefur framlengt samninginn sinn við félagið. Samningurinn gildir til ársins 2024.
Ulreich hefur verið varaskeifa fyrir Manuel Neuer frá tímabilinu 2015/16 þegar hann gekk til liðs við félagið frá Stuttgart.
„Ég er mjög ánægður a ðvera áfram hjá Bayern. Samvinnan með öllu liðinu, þá sérstaklega Neuer hefur orðið að einhverju einstöku í gegnum árin," sagði Ulreich við undirskriftina.
Ulreich lék sjö leiki í október síðastliðnum þar sem hann hélt fjórum sinnum hreinu. Neuer er kominn til baka eftir að hafa átt við meiðsli stríða.
Athugasemdir