Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   þri 12. nóvember 2024 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Tristan ætlar að sýna sig og sanna hjá Svíþjóðarmeisturunum
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Daníel Tristan Guðjohnsen.
Mynd: Malmö
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen segist engan áhuga hafa á því að yfirgefa Svíþjóðarmeistara Malmö.

Daníel Tristan hefur lítið sem ekkert komið við sögu á tímabilinu með Malmö en hann hefur átt erfitt uppdráttar með meiðsli.

Hann segist hafa orðið sterkari og vöðvameiri eftir meiðslin, og er hann spenntur fyrir því að taka næstu skref með Malmö.

„Ég vil vera hérna og berjast fyrir sæti mínu," segir Daníel Tristan við Expressen.

„Framtíðin er björt. Ég get náð langt og það er bara tímaspursmál hvenær ég sýni það."

Daníel Tristan er 18 ára gamall en hann er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner