Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 12. nóvember 2024 10:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ödegaard aftur til Englands og spilar ekki með Norðmönnum
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard er mættur aftur til Englands úr landsliðsverkefni með Norðmönnum. Hann mun ekki spila með norska landsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni.

Miðjumaðurinn öflugi er nýbyrjaður að spila eftir löng meiðsli og voru stuðningsmenn Arsenal ekki kátir með það að leikmaðurinn var valinn í landsliðið. Sjúkrateymi landsliðsins skoðaði Ödegaard og í kjölfarið var ákveðið að senda hann til Englands þar sem hann fer í meðhöndlun.

Það verður þó ekkert úr því að hann spili með Norðmönnum í þessum glugga, hann mun einbeita sér fullkomlega af meiðslunum og vera klár í slaginn með Arsenal eftir landsleikjahlé.

Ödegaard varð fyrri ökklameiðslum í september, var frá í tæpa tvo mánuði og missti af tólf leikjum í öllum keppnum. Hann sneri aftur í byrjunarliðið gegn Chelsea á sunnudag og lagði upp mark Arsenal í leiknum sem endaði með jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner