Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Ástand Oscars sagt stöðugt - Var meðvitundarlaus í tvær mínútur
Mynd: EPA
Ástand brasilíska leikmannsins Oscars er sagt stöðugt eftir að hann fékk fyrir hjartað á miðri þrekæfingu. BBC segir frá þessum fregnum í dag.

Oscar, sem var á þrekhjóli á æfingu hjá Sao Paulo, veiktist skyndilega og féll af hjólinu en hann var meðvitundarlaus í tvær mínútur áður en hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala.

Brasilíumaðurinn á 48 A-landsleiki og 12 mörk fyrir þjóð sína.

Hann lék eftirminnilega með Chelsea frá 2012 til 2017 þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang og Evrópudeildina áður en hann gekk í raðir Shanghai Port í Kína þar sem hann lék í sjö ár.

BBC segir að ástand Oscars sé stöðugt og að hann sé á leið í frekari rannsóknir.

Oscar, sem er 33 ára gamall, er sagður vera að íhuga að leggja skóna á hilluna, en hann samdi við Sao Paulo til þriggja ára í desember á síðasta ári.
Athugasemdir
banner