Hollenski blaðamaðurinn René van de Kerkhof segir að Cody Gakpo sé að ganga í raðir Real Madrid frá PSV Eindhoven.
Gakpo var með bestu mönnum hollenska landsliðsins á HM og skoraði þrjú mörk.
Þá hefur hann verið að spila vel með PSV í hollensku deildinni og eru öll stærstu liðin í Evrópu búin að fylgjast náið með honum.
Manchester United er eitt af þeim félögum sem hafa hvað mestan áhuga en samkvæmt René van de Kerkhof er hann á leið til Real Madrid á næsta ári.
Hann greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum og sagðist hafa öruggar heimildir fyrir því að Gakpo myndi spila á Spáni á næsta tímabili.
Athugasemdir