Sverrir Ingi Ingason er verðmætasti fótboltamaðurinn frá Íslandi, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt.
Það er ýmislegt sem spilar inn í markaðsverðið í leikmönnum; meðal annars aldur, frammistaða, geta, samningslengd, deild og félagslið, og margt fleira.
Nýverið var birt kort á samfélagsmiðlinum Reddit sem sýnir verðmætasta leikmanninn frá hverju landi í Evrópu. Þar má sjá Sverri Inga hjá Íslandi en markaðsvirði hans er 5 milljónir evra.

Næst verðmætustu fótboltamennirnir frá Íslandi eru Ísak Bergmann Jóhannesson og Hörður Björgvin Magnússon. Hér fyrir neðan má sjá efstu fimm og markaðsvirði þeirra:
1. Sverrir Ingi Ingason (PAOK) - 5 milljónir evra
2. Ísak Bergmann Jóhannesson (FCK) - 4 milljónir evra
3. Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) - 2,5 milljónir evra
4. Arnór Sigurðsson (Norrköping) - 2,5 milljónir evra
5. Albert Guðmundsson (Genoa) - 2,4 milljónir evra.
Athugasemdir