Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fim 12. desember 2024 15:46
Kári Snorrason
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Ari hefur verið orðaður við Djurgården. Hér skorar hann markið sitt í dag.
Ari hefur verið orðaður við Djurgården. Hér skorar hann markið sitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ari Sigurpálsson skoraði eina mark Víkings í svekkjandi 2-1 tapi gegn Djurgården í Sambandsdeildinni fyrr í dag. Ari hefur verið orðaður við Djurgården, áhugi liðsins hefur eflaust ekki minnkað við mark Ara í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Djurgården

„Það er fyrst og fremst heiður að þeir hafi áhuga. Ég var ekki með það í huga þegar ég kom inn á völlinn, mig langaði bara að sækja stigin. Mig langar að spila eftir áramót í þessari umspilskeppni."

Ari hefur ekkert heyrt frá Djurgården. Í síðasta mánuði var fyrst greint frá áhuga Djurgården á Ara.

„Nei ekkert heyrt, ég sá þetta í fréttunum. Það er ennþá einn leikur eftir hjá okkur í Víking. Ég veit ekkert um þetta.

Ari skoraði sitt annað mark í Sambandsdeildinni í dag.

„Virkilega gott spil hjá liðinu, Valdimar gerir vel í að sjá mig og finna mig. Það var góð vigt á sendingunni svo ég gat skotið í fyrsta, ég er ekkert að fara klúðra þarna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner