Ari Sigurpálsson skoraði eina mark Víkings í svekkjandi 2-1 tapi gegn Djurgården í Sambandsdeildinni fyrr í dag. Ari hefur verið orðaður við Djurgården, áhugi liðsins hefur eflaust ekki minnkað við mark Ara í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Djurgården
„Það er fyrst og fremst heiður að þeir hafi áhuga. Ég var ekki með það í huga þegar ég kom inn á völlinn, mig langaði bara að sækja stigin. Mig langar að spila eftir áramót í þessari umspilskeppni."
Ari hefur ekkert heyrt frá Djurgården. Í síðasta mánuði var fyrst greint frá áhuga Djurgården á Ara.
„Nei ekkert heyrt, ég sá þetta í fréttunum. Það er ennþá einn leikur eftir hjá okkur í Víking. Ég veit ekkert um þetta.
Ari skoraði sitt annað mark í Sambandsdeildinni í dag.
„Virkilega gott spil hjá liðinu, Valdimar gerir vel í að sjá mig og finna mig. Það var góð vigt á sendingunni svo ég gat skotið í fyrsta, ég er ekkert að fara klúðra þarna."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir