Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 12. desember 2024 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Bold.dk 
Elías Rafn þurfti að fara af velli og fór beint upp á spítala
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, þurfti að fara af velli þegar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma þegar liðið tapaði 2-0 gegn Porto í Evrópudeildinni í kvöld.

Hann lenti í samstuði við Ousmane Diao, varnarmann Midtjylland og Samu Aghehowa, framherja Porto og var sárþjáður. Það sást greinilega að höndin var stokkbolgin þegar hann gekk af velli í kjölfarið.

Jonas Lössl kom inn á í hans stað en hann ræddi við Bold.dk eftir leikinn og var spurður út í Elías.

„Þetta var ekki fallegt, ég myndi helst vilja að svona myndi ekki gerast. Þetta er synd fyrir hann og ég vona að hann jafni sig fljótt. Við vorum að tala saman, hann fór strax upp á bráðamóttöku," sagði Lössl.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner