Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso skegglaus í fyrsta sinn í 22 ár
Gennaro Gattuso.
Gennaro Gattuso.
Mynd: EPA
Ítalska goðsögnin Gennaro Gattuso ákvað nýverið að raka skegg sitt fyrir góðgerðarmál.

Það má í raun segja að Gattuso sé nær óþekkjanlegur eftir að hann rakaði skegg sitt en hann hafði verið með það í 22 ár.

Með því að raka skegg sitt safnaði Gattuso um 10 þúsund evrum í góðgerðarmál í Króatíu þar sem hann er núna þjálfari Hadjuk Split.

„Ég hef ekki rakað skegg mitt í 20 ár en ég er ánægður að gera það fyrir góðgerðarmál," sagði Gattuso. Hann sagðist ekki raka það fyrir minna en 10 þúsund evrur og það tókst að safna þeirri upphæð.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Gattuso eftir að hann var búinn að raka skeggið af.


Athugasemdir
banner
banner