Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 12. desember 2024 20:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Glódís lagði upp í öruggum sigri - Sædís í tapliði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, var á sínum stað í byrjunarliðinu þegar liðið fékk Juventus í heimsókn í næst síðustu umferð í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld.

Glódís lagði upp þriðja mark liðsins í 4-0 sigri þegar hún átti langa sendingu fram völlinn á Klara Buhl sem skoraði.

Sædís Rún Heiðarsdóttir var í byrjunarliði Valerenga sem tapaði gegn Arsenal á heimavelli í sama riðli. Hún var tekin af velli eftir klukkutíma leik.

Bayern er á toppnum með 13 stig fyrir lokaumferðina þar sem liðið heimsækir Arsenal. Það verður úrslitaleikur um toppsætið þar sem Arsenal er með 12 stig.

Þá spila Valerenga og Juventus á Ítalíu en Juventus er í 3. sæti með þrjú stig og Valerenga á botninum með eitt stig.

Bayern W 4 - 0 Juventus W
1-0 J. Damnjanovic ('22 )
2-0 P. Harder('52 )
3-0 K. Buhl ('73 )
4-0 A. Sehitler ('82 )

Valerenga W 1 - 3 Arsenal W
0-1 A. Russo ('25 )
0-2 F. Leonhardsen-Maanum ('37 )
0-3 A. Russo ('58 )
1-3 T. Lindwall ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner