Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. janúar 2020 22:00
Aksentije Milisic
„Ætla að kaupa Arsenal"
Mynd: Getty Images
Ríkasti maður Afríku, Aliko Dangote, hefur sagt frá plönum sínum um að kaupa Arsenal á næsta ári. Þessi milljarðarmæringur, sem er mikill stuðningsmaður Arsenal, er staðráðinn í því að kaupa félagið af Stan Kroenke.

Hinn 62 ára gamli Aliko stofnaði Dangote Cemet, sem er stærsti sementsframleiðandi Afríku. Þá á hann einnig hlut í salt-, sykur- og mjölframleiðslufyrirtækjum.

Hann hafði lofað yfirtökutilboði árið 2020, en þar sem Dangote Cemet er enn í framkvæmdum og stefnir það að vera ein stærsta olíuhreinsistöð í heimi, þá hefur hann frestað yfirtökutilboðinu um eitt ár.

Spennan sem er á milli stuðningsmanna Arsenal og núverandi eiganda liðsins, Stan Kroenke, hefur farið rísandi og margir stuðningsmenn Arsenal sem myndu bjóða nýjan eiganda velkominn.

„Ég er að reyna klára að byggja fyrirtækið mitt, þegar það klárast, þá vil ég reyna kaupa Arsenal á næsta ári," sagði Dangote í viðtali.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner