fös 13. janúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Seldur tæpu hálfu ári eftir að hafa verið keyptur?
Hwang Ui-Jo í leik með Olympiakos
Hwang Ui-Jo í leik með Olympiakos
Mynd: EPA
Nottingham Forest er nú með í höndunum tilboð frá bandaríska félaginu Minnesota United í Hwang Ui-Jo en hann gæti yfirgefið enska félagið aðeins hálfu ári eftir að hafa verið keyptur.

Ui-Jo var keyptur á 4 milljónir evra frá franska félaginu Bordeaux síðasta sumar í stærsta glugga sem Nottingham Forest hefur átt í sögunni.

Framherjinn var lánaður umsvifalaust til gríska meistaraliðsins Olympiakos en bæði félög eru í eigu umdeilda viðskiptajöfursins Evangelos Marinakis.

Suður-Kóreumaðurinn hefur ekki riðið feitum hesti í Grikklandi en hann hefur aðeins lagt upp eitt mark í tólf leikjum með liðinu. Þá hefur hann ekki verið í leikmannahóp liðsins í deildinni í síðustu níu leikjum og útlit fyrir að hann sé á förum í þessum glugga.

Forest er með tilboð frá bandaríska félaginu Minnesota United í framherjann og þá er Atlanta United einnig áhugasamt um að fá hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner