Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 13. febrúar 2021 14:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alisson aftur með stór mistök - Vardy skoraði í autt markið
Alisson er afar mistækur þessa stundina.
Alisson er afar mistækur þessa stundina.
Mynd: Getty Images
Alisson, markvörður Liverpool, hefur reynst félaginu frábærlega frá því hann var keyptur frá Roma sumarið 2018. Hann spilaði stóran þátt í Englandsmeistaratitli félagsins og síðasta Meistaradeildartitli.

Hann hefur hins vegar verið allt annað en frábær í síðustu tveimur deildarleikjum liðsins.

Hann gerði tvö stór mistök í 1-4 tapinu gegn Manchester City og í 1-3 tapinu gegn Leicester í dag gerði hann önnur stór mistök þegar Leicester komst í 1-2.

Brasilíumaðurinn kom langt út úr marki sínu og lenti á Ozan Kabak, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Það varð til þess að Jamie Vardy skoraði í autt markið.

Dean Ashton sem var að lýsa leiknum fyrir Talksport segist ekkert hafa heyrt í Alisson þegar hann kom út úr markinu. Það eru engir áhorfendur og því heyra fjölmiðlamenn inn á völlinn. „Við myndum heyra ef hann hefði öskrað. Það eru engir áhorfendur og við myndum heyra í Alisson, en við heyrðum ekkert.

Myndband af markinu má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner