Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   lau 13. febrúar 2021 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Afar tæpt með rangstöðu í jöfnunarmarki Leicester
Leicester fór með sigur af hólmi gegn Liverpool þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool tók forystuna í leiknum á 67. mínútu en leikur Liverpool hrundi á síðustu mínútunum og lokatölur 3-1 fyrir Leicester.

Spænski miðjumaðurinn Thiago hefur ekki komið nægilega sterkur inn í lið Liverpool og hann braut af sér rétt við vítaeigslínuna á 80. mínútu. Það var skoðað í VAR hvort um vítaspyrnu hefði verið að ræða en svo var ekki. Úr aukaspyrnunni kom hins vegar mark. James Maddison tók spyrnuna sem fór í gegnum allan pakkann og í markið. Það var skoðað í VAR út af mögulegri rangstöðu en það var svo metið að engin rangstaða hefði verið í aðdragandanum.

Þetta var býsna tæpt en svo virðist sem táin á Roberto Firmino hafi gert Daniel Amartey réttstæðann. Amartey kom ekki við boltann en hann reyndi að ná til hans.


Athugasemdir