lau 13. febrúar 2021 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír fyrrum Pepsi Max-leikmenn spila saman í Danmörku
Lasse Petry.
Lasse Petry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er að myndast ákveðið Pepsi Max-deildar stjörnulið hjá
HB Køge,"
skrifar Bretinn Lucas Arnold á samfélagsmiðlinum Twitter.

Arnold fylgist vel með gangi mála í Pepsi Max-deildinni hér á Íslandi en hann starfar sem ráðgjafi hjá Football Radar í London og þar fjallar hann um efstu deild karla á Íslandi.

Hann bendir á þá skemmtilegu staðreynd í dag að þrír leikmenn sem spilað hafa á Ísland séu samankomnir í einu félagi í dönsku 1. deildinni; HB Køge.

Miðjumaðurinn Lasse Petry yfirgaf nýlega herbúðir Vals eftir að hafa orðið Íslandsmeistari og gekk í raðir HB Køge. Þá eru varnarmennirnir Eddi Gomes og Mikkel Qvist á mála hjá félaginu.

Gomes spilaði með FH á láni sumarið 2018 og Qvist var á láni hjá KA í fyrra.

HB Køge er í áttunda sæti dönsku B-deildarinnar þessa stundina. Liðið á heimaleik við Hobro í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner