
Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer á næsta ári.
Þetta var ljóst eftir að Sviss vann gegn Tékklandi í vítaspyrnukeppni í kvöld. Ef Tékkland hefði unnið þá hefði Ísland verið í þriðja styrkleikaflokki en ekki þeim fjórða.
Þetta var ljóst eftir að Sviss vann gegn Tékklandi í vítaspyrnukeppni í kvöld. Ef Tékkland hefði unnið þá hefði Ísland verið í þriðja styrkleikaflokki en ekki þeim fjórða.
Þetta kemur fram í frétt mbl.is.
Sviss, Norður-Írland og Rússland urðu í dag síðustu þrjú liðin til að tryggja sér sæti Á EM sem fram fer á Englandi næsta sumar.
Athugasemdir