Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 13. apríl 2021 10:45
Elvar Geir Magnússon
Lið vikunnar í enska - Sjö markaskorarar
Topplið Manchester City tapaði óvænt gegn Leeds og Manchester United er ellefu stigum á eftir grönnum sínum eftir 3-1 sigur gegn Tottenham. West Ham fór upp í fjórða sætið með sigri gegn Leicester og Chelsea er í fimmta sæti eftir 4-1 sigur gegn Crystal Palace.

Liverpool vann Aston Villa með flautumarki, Newcastle vann mikilvægan endurkomusigur gegn Burnley, Úlfarnir unni Fulham og Arsenal rúllaði yfir botnlið Sheffield United. Í gær vann West Brom sigur gegn Southampton og markalaust jafntefli varð niðurstaðan hjá Brighton og Everton.

Garth Crooks hjá BBC velur úrvalslið vikunnar
Athugasemdir
banner