„Þetta er flott fyrir leikmennina, þeir sjá að þeir geta treyst á hvern annan sem er það mikilvægasta í þessu. Við verðum mjög sterkt lið. Það er stórt að komast í undanúrslit," sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir 0-1 tap gegn Porto í kvöld. Chelsea vann fyrri leik liðanna 2-0 og fer áfram í undanúrslit.
„Heilt yfir er ég ekki hrifinn af því að mæta liði úr sömu deild í Meistaradeildinni, það er öðruvísi stemning. En það er það eina. Einvígið er langt í frá búið og ég mun horfa."
Sagði Tuchel um viðureign Liverpool og Real Madrid en Chelsea mætir öðru hvoru liðinu í undanúrslitum.
„Heilt yfir er ég ekki hrifinn af því að mæta liði úr sömu deild í Meistaradeildinni, það er öðruvísi stemning. En það er það eina. Einvígið er langt í frá búið og ég mun horfa."
Sagði Tuchel um viðureign Liverpool og Real Madrid en Chelsea mætir öðru hvoru liðinu í undanúrslitum.
„Það veitir manni ánægju að geta horft á þann leik vitandi að maður er kominn í undanúrslit. Liverpool er mjög sterkt heima fyrir og við tökum það sem við fáum í þessu. Við erum í góðri stöðu þar sem við erum komnir afram," bætti Tuchel við.
Athugasemdir