Liverpool getur farið langleiðina með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn er liðið fær West Ham í heimsókn á Anfield klukkan 13:00 í dag.
Brasilíski markvörðurinn Alisson snýr aftur í markið eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna höfuðmeiðsla. Caoimhin Kelleher fer aftur á bekkinn.
Kostas Tsimikas er í vinstri bakverðinum í stað Andy Robertson og þá er Curtis Jones á miðsvæðinu á meðan Dominik Szoboszlai er á bekknum.
Conor Bradley er klár í að byrja eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu vikur.
Liverpool: Alisson; Bradley, Van Dijk, Konate, Tsimikas; Mac Allister, Gravenberch, Jones; Salah, Jota, Diaz
West Ham: Areola; Wan-Bissaka, Kilman, Mavropanos, Todibo, Scarles; Ward-Prowse, Soler; Paqueta, Bowen, Kudus
Chelsea tekur á móti Ipswich á Stamford Bridge. Reece James, fyrirliði Chelsea, er á bekknum og þá er Jadon Sancho, sem lagði upp tvö mörk gegn Legia Varsjá í miðri viku, einnig á bekknum.
Liam Delap, aðalstjarna Ipswich, er á bekknum hjá nýliðunum.
Chelsea: Sanchez, Chalobah, Tosin, Colwill, Cucurella, Caicedo, Enzo, Madueke, Palmer, Neto, Jackson
Ipswich: Palmer, Tuanzebe, O'Shea, Burgess, Davis, Morsy, Cajuste, Johnson, Enciso, Clarke, Hirst
Matheus Cunha snýr aftur úr banni og er á bekknum hjá Wolves sem mætir Tottenham á Molineux-leikvanginum í Wolverhampton og þá gerir Ange Postecoglou sex breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-1 jafnteflinu gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni.
Wolves: Sa, Doherty, Semedo, Toti, Agbadou, Ait-Nouri, Andre, Joao Gomes, Bellegarde, Munetsi, Strand Larsen.
Tottenham: Vicario, Spence, Romero, Gray, Davies, Bissouma, Maddison, Sarr, Tel, Johnson, Solanke.
Athugasemdir