Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar Wolfsburg heimsótti Freiburg í þýsku deildinni í dag.
Það var markalaust í hálfleik en Wolfsburg komst yfir á 72. mínútu. Sveindís kom inn á 89. mínútu og stuttu síðar jafnaði Freiburg metin og þar við sat.
Það var markalaust í hálfleik en Wolfsburg komst yfir á 72. mínútu. Sveindís kom inn á 89. mínútu og stuttu síðar jafnaði Freiburg metin og þar við sat.
Wolfsburg er átta stigum á eftir toppliði Bayern þegar þrjár umferðir eru eftir. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði 74 mínútur þegar Leipzig tapaði 5-2 gegn Hoffenheim. Leipzig er í 7. sæti með 27 stig.
Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Katla Tryggvadóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstad þegar liðið tapaði 1-0 gegn Malmö í 3. umferð sænsku deildarinnar. Liðið er aðeins með 3 stig eftir sigur gegn Hacken í 2. umferð.
Fanney Inga Birkisdóttir sat á bekknum þegar Hacken fór illa með Vittsjö en leiknum lauk með 5-1 sigri en þetta var fyrsti sigur Hacken, liðið er með þrjú stig. Norrköping vann AIK 1-0 en sigurmarkið kom á fyrstu mínútu og liðið var manni fleiri frá 4. mínútu. Sigdís Eva Bárðardóttir hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu. Norrköping er með sjö stig, jafn mörg stig og topplið Djurgarden.
Telma Ívarsdóttir sat á bekknum þegar Rangers gerði 1-1 jafntefli gegn Celtic í grannaslag í skosku deildinni. Rangers er með 59 stig í 3. sæti, einu stigi á eftir Glasgow City og Hibernian.
Athugasemdir