„Leikurinn fannst mér jafn. Þetta var baráttuleikur og hefði getað dottið hvorum meginn sem var. Mér fannst við eiga meiri möguleika, mér fannst við eiga fá víti, mér fannst við skora löglegt mark sem dæmt var af okkur. Þannig að heilt yfir að þá er maður kannski frekar svekktur að fara ekki með þrjú stig," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir jafntefli við Fram í kvöld.
„Það lægði aðeins í seinni hálfleik og það kom meiri fótbolti þá og við lögðum upp með að spila boltanum meira í jörðinni heldur en úr varð í fyrri hálfleik þannig að það var líklega vindurinn sem hafði þar áhrif á.
Ég hefði viljað fá fleiri stig úr þessum tveim umferðum en þokkalega ánægður með liðið en þetta snýst um að safna stigum"
Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir