Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. júní 2022 18:27
Brynjar Ingi Erluson
„Held að þetta sé tvöfalt vopn fyrir okkur"
Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason eru í settinu í kvöld
Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason eru í settinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason eru spekingar hjá Viaplay fyrir leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni í dag en þeir ræddu möguleika landsliðsins.

Íslenska liðið er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina en leikurinn við Ísrael er sérstaklega mikilvægur.

Ísrael er á toppnum með 4 stig og því þarf íslenska liðið sigur í kvöld. Rúrik er vongóður.

„Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik heldur en þessi San Marínó leikur sem við ætlum að setja fyrir aftan okkur. Ég hef góða tilfinningu og eiga svo úrslitaleik við Albaníu úti," sagði Rúrik.

„Þeir eru vissulega fyrir neðan okkur á heimslistanum en við getum ekki vanmetið þá. Við getum ekki annað en borið virðingu fyrir þessum verðuga andstæðing."

„Það eru margir leikmenn að fara í frí eftir leikinn í kvöld og það skiptir máli að fara með góða tilfinningu inn í fríið,"
sagði hann ennfremur.

Held að þetta sé tvöfalt vopn fyrir okkur

Hannes ræddi það að það væri alltaf ákveðinn sjarmi yfir því að spila á Laugardalsvelli yfir sumartímann og á hann góðar minningar þaðan. Hann bendir á að þetta gæti verið tvöfalt vopn fyrir landsliðið.

„Ég elska Laugardalsvöllinn og ég held að þetta sé tvöfalt vopn fyrir okkur vegna þess að andstæðingurinn hatar að koma hingað og ég hef heyrt liðsfélaga mína úti tala um það hvað þeir þoli ekki að mæta hérna á meðan við erum vanir þessum velli. Við þekkjum þaðan síðan við vorum litlir að mæta á völlinn og vekur upp tilfinningar."

„Tala nú ekki um þegar völlurinn var stútfullur og stemningin var eins og hún var. Þetta var algjört vígi sem að gaf okkur byr undir báða vængi á meðan að þessi völlur, eins og liðsfélagarnir mínir orðuðu, sogaði úr þeim sjálfstraustið að mæta á æfingu með hendurnar í ermunum, rok og allt galopið. Mönnum líður ekkert sérstaklega vel hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner