Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. júní 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vlahovic útskýrir af hverju hann var aldrei á leið til Arsenal
Mynd: EPA
Dusan Vlahovic var skotmark Arsenal í janúar en serbneski framherjinn vildi frekar ganga í raðir Juventus. Vlahovic var þá leikmaður Fiorentina og segir að það hafi einungis verið eitt félag sem hann vildi semja við.

„Kannski veit umboðsmaðurinn minn um það [tilboð frá Arsenal] en ég ræddi aldrei við neinn um það," sagði Vlahovic í viðtali við The Telegraph.

„Ég var alltaf bara með eitt félag í huga því Juventus er Juventus. Það er ekkert meira um það að segja. Það er mikill heiður að klæðast treyjunni og ótrúleg tilfinning í hvert skipti sem ég geri það."

„Ég samsama mig klárega við DNA félagsins. Juventus persónuleikinn fellur saman við minn persónuleika. Þegar þú kemur hingað þá gefstu aldrei upp, þú berst allan tímann og ert tilbúinn að fórna þér. Það var klárlega það sem ég var að leitast eftir,"
sagði Vlahovic.

Hann er 22 ára og skoraði níu mörk í 21 leik fyrir Juventus eftir að hann gekk í raðir félagsins í janúar.
Athugasemdir
banner