Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   fim 13. júní 2024 10:01
Elvar Geir Magnússon
„Ætlum okkur að sigra Þýskaland“
Billy Gilmour, leikmaður skoska landsliðsins.
Billy Gilmour, leikmaður skoska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Billy Gilmour leikmaður skoska landsliðsins segir að sitt lið ætli sér að koma á óvart og „eyðileggja partíið“ þegar það mætir gestgjöfum Þýskalands í opnunarleik EM annað kvöld í München.

Gimour, sem er leikmaður Brighton & Hove Albion, er kokhraustur og segir enga ástæðu til annars en bjartsýni.

„Við getum mætt með sjálfstraust inn í þennan leik. Þegar þú skoðar hópinn okkar sérðu að við erum með góða leikmenn. Allir utan Skotlands búast við sigri Þýskalands," segir Gilmour.

„Þegar komið er í keppnisleiki erum við erfiðir andstæðingar. Við viljum sýna það. Við förum inn í alla leiki til að reyna að vinna. Við erum búnir að vinna vel á æfingasvæðinu og skoðað hvernig mögulegt sé að vinna þennan leik."

Skotland hefur aldrei komist upp úr riðli á stórmóti en auk Þýskalands eru Ungverjaland og Sviss í riðlinum.

Á síðasta Evrópumóti lék Gilmour frábærlega gegn Englandi á Wembley en þurfti síðan að horfa á hina leiki Skotlands þar sem hann greindist með Covid.

„Þetta voru tíu dagar af einangrun. Ég fékk ekki að gera neitt. Ég bað um hjól en ég þurfti bara að sitja og bíða í tíu daga. Ég var í íbúð í London á efstu hæð og konan á hæðinni fyrir neðan mig eldaði handa mér Hún kom með morgunmat, hádegismat og kvöldmat og skildi eftir fyrir utan hurðina," segir Gilmour um lífið í einangrun.

„Ég þurfti að horfa á leikinn gegn Króatíu, missti af því að mæta Luka Modric og Mateo Kovacic. Það var sárt að geta ekki tekið þátt."
Athugasemdir
banner
banner
banner