Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   fim 13. júní 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður Brighton við Hürzeler á lokastigi - Yngstur í sögunni
Mynd: Getty Images
Brighton er að ganga frá samningsmálum við hinn 31 árs gamla Fabian Hürzeler sem mun taka við þjálfun aðalliðsins eftir að Roberto De Zerbi yfirgaf félagið. Sky í Þýskalandi greinir frá þessu.

Hürzeler er ekki nema 31 árs gamall og verður því yngsti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann fær þriggja ára samning hjá Brighton eftir að hafa gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá St. Pauli og verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með þessum unga þjálfara reyna fyrir sér í erfiðustu deild heims.

Hurzeler ólst upp hjá FC Bayern en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Hann lék með varaliðum Hoffenheim og 1860 München áður en hann gaf drauminn um að verða atvinnumaður í fótbolta upp á bátinn, aðeins 23 ára gamall, og tók að spila fyrir áhugamannalið FC Pipinsried.

Þar var hann spilandi þjálfari og vakti athygli á sér. Hann fékk starf sem aðstoðarþjálfari hjá U20 og U18 ára landsliðum Þýskalands og var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá St. Pauli, áður en hann tók við þjálfarastarfinu í desember 2022 og gerði stórkostlega hluti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner