Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 17:45
Magnús Már Einarsson
Jedinak leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Ástralski miðjumaðurinn Mile Jedinak hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 35 ára að aldri.

Jedinak spilaði 165 leiki með Crystal Palace frá 2011 til 2016 en þaðan fór hann til Aston Villa.

Jedinak spilaði 70 leiki með Villa áður en hann yfirgaf félagið í fyrrasumar.

Í kjölfarið var Jedinak orðaður við félög í áströlsku úrvalsdeildinni en hann hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna.

„Það er kominn tími á nýjan kafla," skrifaði Jedinak á samfélagsmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner