Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 13. júlí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ings sagður efstur á blaði hjá Tottenham
Telegraph á Englandi greinir frá því í dag að Danny Ings sé efsta nafn á blaði hjá Tottenham.

Lundúnarfélagið er í leit að framherja og á Ings tólf mánuði eftir af samningi sínum hjá Southampton.

Sögur segja að Nuno Espirito Santo, nýr stjóri Tottenham, vilji breyta til og spila með tvo framherja en síðustu ár hefur Harry Kane oftast verið einn sem fremsti maður.

Ings neitaði nýlega nýjum fjögurra ára samning frá Southampton en hann vill spila með liði í efri hluta deildarinnar.

Ings verðu 29 ára seinna í mánuðinum. Hann hefur skorað 55 mörk í úrvalsdeildinni á sínum ferli.
Athugasemdir