Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 13. júlí 2024 16:45
Stefán Marteinn Ólafsson
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dalvík/Reynir tóku á móti Njarðvíkingum í 12.umferð Lengjudeildar karla í dag á Dalvíkurvelli. 

Dalvíkingar höfðu fyrir leikinn í dag tapað síðustu fjórum leikjum sínum en sóttu sterkt stig á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Njarðvík

„Ég er alltaf ánægður með stig. Það er betra eitt stig en ekki neitt." Sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkinga eftir leikinn í dag.

„Við vorum bara betra liðið í dag. Við áttum að klára þennan leik í fyrri hálfleik. Við fengum tvisvar einn á móti markmanni og eigum tvö hálffæri í viðbót. Við áttum að skora í fyrri hálfleik og óskiljanlegt að við gerðum það ekki." 

„Við lögðum upp leikinn að pressa strax og við vorum með sterkan vind með okkur í fyrri hálfleik og við vissum það að þetta er mjög gott lið og við styrktum aðeins í vörninni og fórum upp og pressuðum. Mér fannst við standa okkur vel í dag." 

Dalvík/Reyni var búið að tapa síðustu fjórum leikjum fyrir þennan leik og Dragan vildi meina að hans lið hefur verið óheppið með færanýtingu.

„Jájá en þessir fjórir leikir sem við höfum tapað í röð þá höfum við verið inn í leiknum allan tíman og í hverjum leik fengið 2-3 dauðafæri eins og í dag. Við erum svolítið óheppnir að klára ekki okkar færi og ef við hefðum klárað helmingin af þeim færum sem við höfum verið að fá þá værum við með svona 13-15 stig í dag."

Nánar er rætt við Dragan Stojanovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner