Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 13. ágúst 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Axel Freyr Harðarson (Grótta)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kári Steinn Hlífarsson.
Kári Steinn Hlífarsson.
Mynd: Raggi Óla
Helgi Guðjónsson.
Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Reynir Antonsson.
Ívar Reynir Antonsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Freyr er framsækinn leikmaður sem leikið hefur með Gróttu frá og með tímabilinu 2018. Í sumar hefur hann tekið þátt í öllum ellefu leikjum liðsins.

Axel byrjaði að æfa fótbolta með Breiðabliki en skipti yfir í Fram og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokki sumarið 2016. Í dag sýnir Axel á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Axel Freyr Harðarson

Gælunafn: Axel Fjær er nýtt svo kallar Addi mig stundum Selur

Aldur: 20 að verða 21

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrstu mínúturnar voru 2016, eftir að hafa setið á bekk seinustu 8 leiki

Uppáhalds drykkur: Nocco blast

Uppáhalds matsölustaður: Mai kai

Hvernig bíl áttu: Golf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Rick and morty og the office

Uppáhalds tónlistarmaður: Bob Marley er geitin

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillzi er alltaf efstur á listanum en ég hlæ mjög mikið af twitterinu hjá Alberti Ingasyni

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, lúxusdýfa og oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ertu farin i lyftuna?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Held það sé ekkert lið sem ég myndi aldrei spila með

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kári Steinn Hlífarsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir mjög góðir en ég bætti mig mest hjá Lalla Grétars og Óskari og Dóra

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur engan í hug nema kannski Arnór Sig í 3. Og 2. Flokki

Sætasti sigurinn: Útisigur gegn Fram í fyrra😻

Mestu vonbrigðin: Að þurfa að fjarlægja bein úr sitthvorum ökklanum mínum, það er búið að taka svolítinn tíma

Uppáhalds lið í enska: Manchester United ofc

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Helga Guðjóns, vorum með unreal chem i Fram back in the days

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Orri Steinn og Sölvi Snær

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Óskar di caprio Jónsson og vinur hans Viktor Karl taka þetta á sig

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ester Lilja Harðardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi og Eden Hazard

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kieran McGraður

Uppáhalds staður á Íslandi: Salalaug

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við unnum Hauka í fyrra og rétt áður en leikurinn kláraðist fengum við að vita að við værum búnir að vinna deildina

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Gef mér mjög lítinn tíma í það því miður

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas x

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var lélegastur í samfélagsfræði, veit varla hvað það er í dag

Vandræðalegasta augnablik: Ég var í sturtu í Tælandi og allt í einu losnaði sturtan frá veggnum og það byrjaði að flæða útum allt hótelherbergið þannig að það þurfti að láta skrúfa fyrir vatnið á öllu hótelinu á meðan ég reyndi að koma vatninu úr herberginu á fjórum fótum, kviknakinn. Svo þegar þetta lagaðist þá þurfti ég að senda starfsmann í afgreiðsluna til að ná í þurrt handklæði handa mér

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi taka Baldur Olsen og Sölva snæ því það væri free comedy og svo tæki ég líka Ívar Reyni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 11 ára

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kjartan Kári, alltaf með ehv gellum í fótabaði hjá gróttuvitanum

Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu að það væru 5 mín í mig þegar hún bauð mér í mat.. átti eftir að taka góða sturtu inn í klefa og keyra frá nesinu í kópavoginn

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta by far leiðinlegasta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner