Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   lau 13. ágúst 2022 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Tók Lukaku 90 sekúndur að skora gegn nýliðunum

Það tók Romelu Lukaku ekki nema 90 sekúndur að skora sitt fyrsta mark fyrir Inter á nýju tímabili. Hann og Timo Werner skoruðu því báðir í dag eftir misheppnaða dvöl hjá Chelsea.


Lukaku skoraði eftir fyrirgjöf frá Matteo Darmian og hélt Inter forystunni gegn nýliðum Lecce allt þar til í upphafi seinni hállfeiks þegar Assan Ceesay jafnaði eftir góðan undirbúning frá Federico Di Francesco.

Inter sótti án afláts en tókst ekki að skora fyrr en á lokasekúndu leiksins. Denzel Dumfries kom boltanum þá í netið í kjölfar hornspyrnu.

Þrjú stig í hús fyrir Inter og litu nýliðar Lecce afar vel út varnarlega séð þar sem þeir héldu gestunum í skefjum lengi vel.

Lecce 1 - 2 Inter
0-1 Romelu Lukaku ('2)
1-1 Assan Ceesay ('48)
1-2 Denzel Dumfries ('95)

Aðrir nýliðar áttu heimaleik í kvöld þar sem Monza tók á móti Torino. Monza er búið að kaupa heilan leikmannahóp af nýjum leikmönnum í sumar og tefldi fram byrjunarliði þar sem fæstir leikmenn höfðu nokkurn tímann spilað fótbolta saman nema bara í nokkrar vikur á undirbúningstímabilinu.

Monza átti góðan leik þrátt fyrir að vera með nýjan hóp en færanýtingin var ekki upp á marga fiska. 

Aleksey Miranchuk, nýr leikmaður Torino, kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Antonio Sanabria sem tvöfaldaði svo forystuna í síðari hálfleik.

Monza reyndi að koma til baka en náði ekki að minnka muninn fyrr en í blálokin þegar Dany Mota skoraði með síðustu spyrnu leiksins.

Monza 1 - 2 Torino
0-1 Aleksey Miranchuk ('43)
0-2 Antonio Sanabria ('66)
1-2 Dany Mota ('95)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
11 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
12 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
13 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner
banner