Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 13. september 2020 16:35
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmaður Stjörnunnar óð inn á völlinn eftir endurkomuna
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Stjarnan vann frábæran endurkomusigur gegn KR í Pepsi Max-deild karla í dag.

KR leiddi þar til á lokamínútum leiksins þegar Stjörnumenn gerðu jöfnunarmark uppúr þurru, á 86. mínútu. Þremur mínútum síðar gerði Guðjón Baldvinsson sigurmarkið og var Arnþór Ingi Kristinsson rekinn útaf með beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.

Það gerðist í sömu andrá og stuðningsmaður Stjörnunnar óð inn á völlinn til að fagna með sínum mönnum.

Hjörvar Hafliðason tjáði sig um atvikið á Twitter en umræddur stuðningsmaður heitir Haukur Þorsteinsson og er fyrrum leikmaður Stjörnunnar, KFG, Álftaness og Kórdrengja.

Leikurinn var í textalýsingu á Fótbolta.net og þar segir: „Það er verið að vinna í því að reka stuðningsmann Stjörnunnar af vellinum fyrir að hlaupa inná. Alvöru dramatík."

Sjá textalýsingu






Athugasemdir
banner
banner
banner