Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 13. september 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli Gull: Vonandi fer hún í Manchester City
Kvenaboltinn
Birta Georgsdóttir
Birta Georgsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er ógeðslega sár og fúll, alveg heiðarlegur með það," sagði Gunnleifur Gunnleifsson einn af þjálfurum Breiðabliks eftir tap gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekki sérstakur fótboltaleikur hjá okkur. Við lendum í vandræðum með uppspilið. Að sama skapi eftir að leikurinn þróast svipað og síðasti leikurinn gegn Þrótti þar sem við lendum tveimur mörkum undir snemma í seinni hálfleik þá er frábært að sjá þær ekki missa trúna og klóra okkur til baka, það var meiriháttar," sagði Gunnleifur.

„Svo reynum við að sækja þriðja markið og fáum þetta mark á okkur eftir fast leikatriði, ógeðslega fúlt þannig við erum ógeðslega leið yfir þessu."

Það var mikið stress í Blikastelpum í upphafi leiks.

„Við fáum færi á móti þegar við náum að slaka á. Það var stress í byrjun, það er óvanalegt fyrir Breiðablik að vera í þessari stöðu, það er svolítið síðan að við unnum leik. Það er stress og pínu hræðsla, við þurfum að komast yfir það. Þegar við komumst yfir það eftir byrjunina fáum við nokkur færi,"

„2-0 strax í seinni hálfleik. það var ekki í planinu, við ræddum það ekkert sérstaklega í hálfleik. Þær gerðu það vel, enda gott lið. Ég verð að horfa í jákvæðu hlutina hjá okkur, það er karakter í þeim. Þær eru góðar í fótbolta og greinilega hausinn þannig hnífurinn í hjartað í restina er ekki góð tilfinning,"

Breiðablik situr í 2. sæti með jafnmörg stig og Þróttur og tveimur stigum á undan Stjörnunni sem á leik til góða gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.

„Mikil barátta og það má ekkert klikka, við þurfum að klára okkar. Stutt í næsta leik á móti Stjörnunni. Við ætlum að grenja í koddann í kvöld, það er líka bara allt í lagi, maður þarf að gera upp við leikinnn. Síðan kemur nýr dagur á morgun þá þurfum við að fara undirbúa Stjörnuna sem er á sunnudaginn heima á Kópavogsvelli. Það er eitt 100% í þessu við getum ekki spilað þennan leik aftur, verðum að horfa fram á veginn, stelpurnar hafa þannig karakter að við getum komið til baka," sagði Gulli sem óskaði Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Birta Georgsdóttir, sem á dögunum var valin í U23 landsliðið, var ekki með í dag vegna meiðsla. Einhverjar sögusagnir eru um að hún sé á leið út í atvinnumennsku og hefur Portúgal heyrst í því samhengi. Gulli, harður stuðningsmaður Manchester City sló á létta strengi þegar hann var spurður út í þær sögusagnir.

„Vonandi fer hún í Manchester City. Nei, ég veit ekki neitt. Það var vont að missa hana í þennan leik. Hún fékk höfuðhögg í síðasta leik og er ekki alveg búin að jafna sig á því," sagði Gulli.


Athugasemdir