Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 13. september 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli Gull: Vonandi fer hún í Manchester City
Birta Georgsdóttir
Birta Georgsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er ógeðslega sár og fúll, alveg heiðarlegur með það," sagði Gunnleifur Gunnleifsson einn af þjálfurum Breiðabliks eftir tap gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekki sérstakur fótboltaleikur hjá okkur. Við lendum í vandræðum með uppspilið. Að sama skapi eftir að leikurinn þróast svipað og síðasti leikurinn gegn Þrótti þar sem við lendum tveimur mörkum undir snemma í seinni hálfleik þá er frábært að sjá þær ekki missa trúna og klóra okkur til baka, það var meiriháttar," sagði Gunnleifur.

„Svo reynum við að sækja þriðja markið og fáum þetta mark á okkur eftir fast leikatriði, ógeðslega fúlt þannig við erum ógeðslega leið yfir þessu."

Það var mikið stress í Blikastelpum í upphafi leiks.

„Við fáum færi á móti þegar við náum að slaka á. Það var stress í byrjun, það er óvanalegt fyrir Breiðablik að vera í þessari stöðu, það er svolítið síðan að við unnum leik. Það er stress og pínu hræðsla, við þurfum að komast yfir það. Þegar við komumst yfir það eftir byrjunina fáum við nokkur færi,"

„2-0 strax í seinni hálfleik. það var ekki í planinu, við ræddum það ekkert sérstaklega í hálfleik. Þær gerðu það vel, enda gott lið. Ég verð að horfa í jákvæðu hlutina hjá okkur, það er karakter í þeim. Þær eru góðar í fótbolta og greinilega hausinn þannig hnífurinn í hjartað í restina er ekki góð tilfinning,"

Breiðablik situr í 2. sæti með jafnmörg stig og Þróttur og tveimur stigum á undan Stjörnunni sem á leik til góða gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.

„Mikil barátta og það má ekkert klikka, við þurfum að klára okkar. Stutt í næsta leik á móti Stjörnunni. Við ætlum að grenja í koddann í kvöld, það er líka bara allt í lagi, maður þarf að gera upp við leikinnn. Síðan kemur nýr dagur á morgun þá þurfum við að fara undirbúa Stjörnuna sem er á sunnudaginn heima á Kópavogsvelli. Það er eitt 100% í þessu við getum ekki spilað þennan leik aftur, verðum að horfa fram á veginn, stelpurnar hafa þannig karakter að við getum komið til baka," sagði Gulli sem óskaði Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Birta Georgsdóttir, sem á dögunum var valin í U23 landsliðið, var ekki með í dag vegna meiðsla. Einhverjar sögusagnir eru um að hún sé á leið út í atvinnumennsku og hefur Portúgal heyrst í því samhengi. Gulli, harður stuðningsmaður Manchester City sló á létta strengi þegar hann var spurður út í þær sögusagnir.

„Vonandi fer hún í Manchester City. Nei, ég veit ekki neitt. Það var vont að missa hana í þennan leik. Hún fékk höfuðhögg í síðasta leik og er ekki alveg búin að jafna sig á því," sagði Gulli.


Athugasemdir
banner