Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
   mið 13. september 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli Gull: Vonandi fer hún í Manchester City
Birta Georgsdóttir
Birta Georgsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er ógeðslega sár og fúll, alveg heiðarlegur með það," sagði Gunnleifur Gunnleifsson einn af þjálfurum Breiðabliks eftir tap gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekki sérstakur fótboltaleikur hjá okkur. Við lendum í vandræðum með uppspilið. Að sama skapi eftir að leikurinn þróast svipað og síðasti leikurinn gegn Þrótti þar sem við lendum tveimur mörkum undir snemma í seinni hálfleik þá er frábært að sjá þær ekki missa trúna og klóra okkur til baka, það var meiriháttar," sagði Gunnleifur.

„Svo reynum við að sækja þriðja markið og fáum þetta mark á okkur eftir fast leikatriði, ógeðslega fúlt þannig við erum ógeðslega leið yfir þessu."

Það var mikið stress í Blikastelpum í upphafi leiks.

„Við fáum færi á móti þegar við náum að slaka á. Það var stress í byrjun, það er óvanalegt fyrir Breiðablik að vera í þessari stöðu, það er svolítið síðan að við unnum leik. Það er stress og pínu hræðsla, við þurfum að komast yfir það. Þegar við komumst yfir það eftir byrjunina fáum við nokkur færi,"

„2-0 strax í seinni hálfleik. það var ekki í planinu, við ræddum það ekkert sérstaklega í hálfleik. Þær gerðu það vel, enda gott lið. Ég verð að horfa í jákvæðu hlutina hjá okkur, það er karakter í þeim. Þær eru góðar í fótbolta og greinilega hausinn þannig hnífurinn í hjartað í restina er ekki góð tilfinning,"

Breiðablik situr í 2. sæti með jafnmörg stig og Þróttur og tveimur stigum á undan Stjörnunni sem á leik til góða gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.

„Mikil barátta og það má ekkert klikka, við þurfum að klára okkar. Stutt í næsta leik á móti Stjörnunni. Við ætlum að grenja í koddann í kvöld, það er líka bara allt í lagi, maður þarf að gera upp við leikinnn. Síðan kemur nýr dagur á morgun þá þurfum við að fara undirbúa Stjörnuna sem er á sunnudaginn heima á Kópavogsvelli. Það er eitt 100% í þessu við getum ekki spilað þennan leik aftur, verðum að horfa fram á veginn, stelpurnar hafa þannig karakter að við getum komið til baka," sagði Gulli sem óskaði Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Birta Georgsdóttir, sem á dögunum var valin í U23 landsliðið, var ekki með í dag vegna meiðsla. Einhverjar sögusagnir eru um að hún sé á leið út í atvinnumennsku og hefur Portúgal heyrst í því samhengi. Gulli, harður stuðningsmaður Manchester City sló á létta strengi þegar hann var spurður út í þær sögusagnir.

„Vonandi fer hún í Manchester City. Nei, ég veit ekki neitt. Það var vont að missa hana í þennan leik. Hún fékk höfuðhögg í síðasta leik og er ekki alveg búin að jafna sig á því," sagði Gulli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner