Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 13. september 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli Gull: Vonandi fer hún í Manchester City
Kvenaboltinn
Birta Georgsdóttir
Birta Georgsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er ógeðslega sár og fúll, alveg heiðarlegur með það," sagði Gunnleifur Gunnleifsson einn af þjálfurum Breiðabliks eftir tap gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekki sérstakur fótboltaleikur hjá okkur. Við lendum í vandræðum með uppspilið. Að sama skapi eftir að leikurinn þróast svipað og síðasti leikurinn gegn Þrótti þar sem við lendum tveimur mörkum undir snemma í seinni hálfleik þá er frábært að sjá þær ekki missa trúna og klóra okkur til baka, það var meiriháttar," sagði Gunnleifur.

„Svo reynum við að sækja þriðja markið og fáum þetta mark á okkur eftir fast leikatriði, ógeðslega fúlt þannig við erum ógeðslega leið yfir þessu."

Það var mikið stress í Blikastelpum í upphafi leiks.

„Við fáum færi á móti þegar við náum að slaka á. Það var stress í byrjun, það er óvanalegt fyrir Breiðablik að vera í þessari stöðu, það er svolítið síðan að við unnum leik. Það er stress og pínu hræðsla, við þurfum að komast yfir það. Þegar við komumst yfir það eftir byrjunina fáum við nokkur færi,"

„2-0 strax í seinni hálfleik. það var ekki í planinu, við ræddum það ekkert sérstaklega í hálfleik. Þær gerðu það vel, enda gott lið. Ég verð að horfa í jákvæðu hlutina hjá okkur, það er karakter í þeim. Þær eru góðar í fótbolta og greinilega hausinn þannig hnífurinn í hjartað í restina er ekki góð tilfinning,"

Breiðablik situr í 2. sæti með jafnmörg stig og Þróttur og tveimur stigum á undan Stjörnunni sem á leik til góða gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.

„Mikil barátta og það má ekkert klikka, við þurfum að klára okkar. Stutt í næsta leik á móti Stjörnunni. Við ætlum að grenja í koddann í kvöld, það er líka bara allt í lagi, maður þarf að gera upp við leikinnn. Síðan kemur nýr dagur á morgun þá þurfum við að fara undirbúa Stjörnuna sem er á sunnudaginn heima á Kópavogsvelli. Það er eitt 100% í þessu við getum ekki spilað þennan leik aftur, verðum að horfa fram á veginn, stelpurnar hafa þannig karakter að við getum komið til baka," sagði Gulli sem óskaði Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Birta Georgsdóttir, sem á dögunum var valin í U23 landsliðið, var ekki með í dag vegna meiðsla. Einhverjar sögusagnir eru um að hún sé á leið út í atvinnumennsku og hefur Portúgal heyrst í því samhengi. Gulli, harður stuðningsmaður Manchester City sló á létta strengi þegar hann var spurður út í þær sögusagnir.

„Vonandi fer hún í Manchester City. Nei, ég veit ekki neitt. Það var vont að missa hana í þennan leik. Hún fékk höfuðhögg í síðasta leik og er ekki alveg búin að jafna sig á því," sagði Gulli.


Athugasemdir
banner
banner