Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 13. september 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli Gull: Vonandi fer hún í Manchester City
Birta Georgsdóttir
Birta Georgsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er ógeðslega sár og fúll, alveg heiðarlegur með það," sagði Gunnleifur Gunnleifsson einn af þjálfurum Breiðabliks eftir tap gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekki sérstakur fótboltaleikur hjá okkur. Við lendum í vandræðum með uppspilið. Að sama skapi eftir að leikurinn þróast svipað og síðasti leikurinn gegn Þrótti þar sem við lendum tveimur mörkum undir snemma í seinni hálfleik þá er frábært að sjá þær ekki missa trúna og klóra okkur til baka, það var meiriháttar," sagði Gunnleifur.

„Svo reynum við að sækja þriðja markið og fáum þetta mark á okkur eftir fast leikatriði, ógeðslega fúlt þannig við erum ógeðslega leið yfir þessu."

Það var mikið stress í Blikastelpum í upphafi leiks.

„Við fáum færi á móti þegar við náum að slaka á. Það var stress í byrjun, það er óvanalegt fyrir Breiðablik að vera í þessari stöðu, það er svolítið síðan að við unnum leik. Það er stress og pínu hræðsla, við þurfum að komast yfir það. Þegar við komumst yfir það eftir byrjunina fáum við nokkur færi,"

„2-0 strax í seinni hálfleik. það var ekki í planinu, við ræddum það ekkert sérstaklega í hálfleik. Þær gerðu það vel, enda gott lið. Ég verð að horfa í jákvæðu hlutina hjá okkur, það er karakter í þeim. Þær eru góðar í fótbolta og greinilega hausinn þannig hnífurinn í hjartað í restina er ekki góð tilfinning,"

Breiðablik situr í 2. sæti með jafnmörg stig og Þróttur og tveimur stigum á undan Stjörnunni sem á leik til góða gegn Íslandsmeisturum Vals á morgun.

„Mikil barátta og það má ekkert klikka, við þurfum að klára okkar. Stutt í næsta leik á móti Stjörnunni. Við ætlum að grenja í koddann í kvöld, það er líka bara allt í lagi, maður þarf að gera upp við leikinnn. Síðan kemur nýr dagur á morgun þá þurfum við að fara undirbúa Stjörnuna sem er á sunnudaginn heima á Kópavogsvelli. Það er eitt 100% í þessu við getum ekki spilað þennan leik aftur, verðum að horfa fram á veginn, stelpurnar hafa þannig karakter að við getum komið til baka," sagði Gulli sem óskaði Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Birta Georgsdóttir, sem á dögunum var valin í U23 landsliðið, var ekki með í dag vegna meiðsla. Einhverjar sögusagnir eru um að hún sé á leið út í atvinnumennsku og hefur Portúgal heyrst í því samhengi. Gulli, harður stuðningsmaður Manchester City sló á létta strengi þegar hann var spurður út í þær sögusagnir.

„Vonandi fer hún í Manchester City. Nei, ég veit ekki neitt. Það var vont að missa hana í þennan leik. Hún fékk höfuðhögg í síðasta leik og er ekki alveg búin að jafna sig á því," sagði Gulli.


Athugasemdir
banner
banner