Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fös 13. september 2024 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ramsdale þakkar Arteta fyrir: Tók ákvörðun en við tölum ennþá saman
Mynd: EPA
Aaron Ramsdale var í sumar seldur til Southampton frá Arsenal eftir þrjú ár hjá Lundúnafélaginu. Ramsdale, sem er 26 ára, kom til Arsenal frá Sheffield United árið 2021 og var aðalmarkvörður liðsins í tvö tímabil.

David Raya kom svo sumarið 2023 og tók við hlutverki Ramsdale sem aðalmarkvörður. Ramsdale var seldur fyrir 18 milljónir punda í sumar og getur sú upphæð hækkað upp í 25 milljónir punda.

Ramsdale ræddi við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, í vikunni.

„Ég talaði við hann í síðustu viku. Það sem hann gerði fyrir mig á tíma mínum hjá Arsenal get ég einungis þakkað honum fyrir."

„Hann þakkaði mér fyrir mitt framlag, við komumst aftur í Meistaradeildina og gerðum atlögu að titli."

„Sem stjóri, þá verður þú að taka ákvarðanir sem munu pirra fólk. Hann tók ákvörðun en við tölum ennþá sama."

„Ég er auðvitað spenntur að spila leiki og við mætum Arsenal eftir nokkrar vikur, það verður gaman að snúa aftur,"
sagði Ramsdale.
Athugasemdir
banner
banner
banner