Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   mán 13. október 2014 23:04
Arnar Daði Arnarsson
Hemmi Hreiðars: Robben lenti á vegg
Icelandair
,,Ótrúlegustu? Ég veit það ekki. En þetta er frábær úrslit. Liðið er það gott og hefur sýnt það í síðustu leikjum að það er allt hægt," sagði landsliðskempan, Hermann Hreiðarsson nokkrum mínútum eftir að flautað var til leiksloka á Laugardalsvellinum í kvöld.

Þar fór íslenska landsliðið með sigur úr bítum gegn bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu fyrr á þessu ári. Tvö mörk frá Hafnfirðingnum, Gylfa Þór Sigurðssyni skyldu liðin af og Ísland þar með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki.

,,Þetta er sannkallaður vinnusigur. Maður sá vinnsluna í liðinu, frá fremsta til aftasta manns. Þegar menn leggja sig svona fram fyrir hvorn annan þá er allt hægt. Leikkerfið gekk fullkomlega upp og þar að auki áttum við fín færi. Við vorum miklu betra lið í heildina."

Hermann sat í heiðurstúkunni á Laugardalsvellinum í kvöld og leiddist það ekki að sjá íslenska landsliðið spila gegn þeim appelsínugulu.

,,Þú vinnur fyrir þinni heppni og þú ert mættur í annan bolta. Það var ekkert bara einn eða tveir leikmenn það voru alltaf þrír til fjórir. Robben hann lenti alltaf á vegg, hann var ekkert einn á einn. Það voru alltaf tveir til þrír í kringum hann. Við vildum þetta meira og strákarnir voru frábærir í alla staði,” sagði Hermann en viðtalið er hægt að sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner